Jóga gegn stressi - Hefst 7. mars

28.02 2017

Viltu meira jafnvægi inn í líf þitt, fá innri frið og ró, vellíðan og tækifæri til að vera í núinu?

Streita er andlegt og líkamlegt ástand sem myndast við allskonar álag og áreiti og getur birst í mismundandi myndum. Streita er einn helsti orsakavaldur margra sjúkdóma. Nýtt námskeið að hefjast þriðjudaginn 7.mars kl.18.40. Notast verður við æfingar úr Kundalini Jóga og síðan farið í Jóga Nidra. Í Kundalini Jóga erum við að styrkja taugakerfið, ofnæmiskerfið, auka liðleika og koma jafnvægi á líkama, huga og sál. Í Jóga Nidra stuðlar þú að auknu jafnvægi, bættum svefni, minnkar streitu og kvíða 🙏🏼

4 vikna jóganámskeið gegn stressi, alls 8 skipti, hefst 7.mars til 30.mars. Kennt á þriðju- og fimmtudögum kl.18.40-19.55 í Yogasmiðjunni, Spönginni 37, Grafarvogi. Verð kr. 16.900,- (þeir sem eru á námskeiði hjá Edith núna fá 15% afslátt). Kennari: Edith Gunnars

Aðgangur í opna tíma í Yogasmiðjunnar meðan á námskeiði stendur.

Skráning á edith.gunnarsdottir@gmail.com eða í s.6154700
A.T.H. Færru komust að en vildu á síðasta námskeið 💙Staðsetning

Yogasmiðjan

Spönginni 37

112 Reykjavík

S: 695-1598
S: 663-2068

 

Kort

facebook