Heilandi Gongslökun

13.11 2016

FRÍTT ÖLL FIMMTUDAGSKVÖLD Í HEILANDI GONGSLÖKUN MEÐ LINDU MJÖLL

 

Á fimmtudagskvöldum kl. 20:10-21:10 leiðir LInda Mjöll dásamlega Heilandi gongslökun í Yogasmiðjunni.

Hljómur gongsins skapar djúpa slökun sem getur losað okkur undan flaumi hugsana. Gongið er eina tækið sem getur gert þessa samblöndu af tíðni. Það getur örvað innkirtlakerfið til betri virkni og styrkt líkamann og orkubrautir hans, losað stíflur, minnkað spennu og örvað blóðflæði.

"Ég hef ástundað hugleiðslu í nokkur ár og nýtt mér ýmsar aðferðir til þess að ná djúpri slökun.
Þegar ég kynntist Gong slökun hjá Lindu Mjöll þá upplifði ég strax í fyrsta tíma hvernig ómur gongsins slakaði á hverri frumu líkamans, hvernig hver vöðvi varð þungur og mjúkur. Fann dýpri slökun en ég hafði nokkurn tíman fundið áður og innilegan frið. 
Eftir slökunina fann ég strax fyrir endurnýjaðri orku og leið ótrúlega vel, var létt í líkamanum og fann tærar gleðitilfinningar hríslast um mig. Mætti endurhlaðin í vinnu daginn eftir og þar hafði fólk orð á því að ég brosti í hringi og vildi vita hvort eitthvað sérstakt tilefni væri.

Mæli eindregið með því að fólk nýti sér þessa tegund af slökun og læt það fljóta hér með að ég dró mannin minn með í tíma og hann upplifði ótrúlega magnaða hluti á eftir. Hann notar reiðhjól í og úr vinnu og daginn eftir hjólaði hann á sínum besta tíma í og úr vinnu. 
Sjálf vinn ég bæði sem þroskaþjálfi og við ráðgjöf fyrir fólk sem er að takast á við sálrænan vanda og án hiks bendi ég mínum skjólstæðingum á mátt gongslökunar gegn streitu og annari vanlíðan."

Kristín Snorradóttir
www.sterksaman.com

Facebook:

Heilun hjá Lindu í Ljósheimum og Yogasmiðjunni.Staðsetning

Yogasmiðjan

Spönginni 37

112 Reykjavík

S: 680-2709

 

Kort

facebook