FRÆÐSLUNÁMSKEIÐ með Garðari Jónssyni

03.10 2016

Fræðslunámskeið með Garðari Jónssyni, miðli 

Garðar hefur um langt árabil rætt andleg mál á fræðslunámskeiðum af þessu tagi, jafnframt hefur hann í miðilsstarfi sínu haldið hundruð transfunda, einkafunda og skyggnilýsingafunda. 

Á námskeiðinu gerir Garðar grein fyrir margs konar hugtökum sem tengjast andlegum málum. Í því sambandi má nefna mismunandi vitundarástand okkar, dagvitund, undirvitund, dulvitund og hvernig þessar vitundir starfa. Hann fjallar um orkustöðvar líkamans og hvernig við nýtum orkuna sem í okkur býr. Þessu til viðbótar ræðir Garðar m.a um störf miðla, skyggni, drauma og sálfarir, hvernig framliðnir gera vart við sig. Hvernig er lífið hinum megin ? Er til eitthvað sem heitir framhaldslíf ?

Þessi laugardagur verður uppbyggjandi og fræðandi um lífið og sálina okkar og hvernig við getum hugsanlega gert líf okkar auðugra af gleði og öðlast meiri sjálfstrausti til að takast á við lífið - óttalaus.

Fræðandi og skemmtilegur dagur ! 

Garðar Jónsson hefur sjálfur starfað sem miðill í um þrjá áratugi. Framsetning hans á fræðslunámskeiðinu er fagmannleg og honum tekst að útskýra flóknustu hluti þannig að allir átti sig á viðfangsefninu. 

Skráning: yogasmidjan@yogasmidjan.is

 Staðsetning

Yogasmiðjan

Spönginni 37

112 Reykjavík

S: 695-1598
S: 663-2068

 

Kort

facebook