Byrjendanámskeið í Hatha yoga á mánudōgum og miðvikudōgum kl. 16:25 – 17:25

Skráning hafin. 6 vikna námskeið: 21. ágúst – 27. september

Kenndar eru grunn jógastöður (Asana) sem bæta jafnvægi og einbeitingu, hjálpa við að hreinsa hugann og auka núvitund (að vera til staðar).

Námskeiðið er ætlað byrjendum eða þeim sem hafa litla reynslu af yoga.  Kennd er jógaöndun (Pranayama) sem hjálpar við að róa hugann, losa spennu og streitu, dýpka öndun og auka öndunarrýmið. Jógastöðum er síðan raðað saman í svokallað yogaflæði (Vinyasa) sem fer fram í takt við jógaöndun. Kenndar eru ýmsar jógaæfingar til upphitunar og til að auka liðleika. Í lok hvers tíma er góð leidd liggjandi slökun.

Kennari: Jóhanna Björk Weisshappel

Verð: 20.000 kr. (frír aðgangur í laugardagstíma og gong slökun meðan á námskeiðinu stendur).

Þeir sem halda áfram fá 15% afslátt á næsta námskeiði.

Skráning og frekari upplýsingar: johannabjorkw@gmail.com og í síma 895 8433

 

Byrjendanámskeið í Kundalini jóga á mánudögum og miðvikudögum kl. 17.35 – 18.35

Á námskeiðinu verður farið í helstu stöður í kundalini jóga, öndun og helstu öndunaræfingar. Í verjum tíma er gerð kriya (æfingalota), slökun og hugleiðsla sem henta byrjendum. Frætt um áhrif æfinga á öll kerfi líkamans, orkubrautir (nadis) og orkustöðvarnar. Einnig um lása, mudrur, möntrur, slökun, uppruna og innihald jóga, hreinsanir, jógalífsstíl og ástundun (Sadhana).

Námskeið sem verða síðar í vetur á sama tíma eru: 
Jafnvægi og gleði, 2. október – 8. nóvember.
Innri sátt, 13. nóvember – 20. desember

Kennari: Hrönn Baldursdóttir

Verð: 20.000 kr.  (Aðgangur í opna tíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).

Skráning og frekari upplýsingar: hronn@thinleid.is og í síma 899 8588

Kundalini jóga samkvæmt forskrift Yogi Bhajan er öflugt og hraðvirkt og hannað fyrir fjölskyldufólk í nútíma samfélagi. Kundalini jóga er áttfalt jóga (Raja jóga) og í hverjum tíma er snert á öllum þeim þáttum. Fjölmargar og mismunandi kriyur (æfingalotur), hugleiðslur og möntrur eru notaðar auk lása, hljóðs og mudra. Kundalinijóga er því heildrænt og umfangsmikið.

 

Byrjendanámskeið í Raja yoga á mánudögum og miðvikudögum kl. 8:15-9:30

Skráning hafin, 5 vikna námskeið,  Takmarkaður fjöldi.

Eflir, styrkir, hreinsar, gefur jafnvægi og hugarró. 

Námskeiðið miðast sérstaklega við byrjendur, en hentar einnig þeim sem vilja styrkja undirstöður sínar í jóga. Það að ástunda jóga styrkir okkur og eflir, byggir upp og hreinsar líkama jafnt sem huga, kemur á jafnvægi. Við förum að finna fyrir meiri gleði í hinu daglega lífi og innri frið. Líkaminn aðlagar sig í rétta líkamsþyngd fyrir hvern og einn, þú ferð að borða það sem hentar þér betur, og orkan eykst. Jóga hjálpar okkur að lifa í núinu, að vera hér og nú sem ýtir undir enn meiri vellíðan. Njótum andartaksins og tökum á móti orkunni og gleðinni sem flæðir og fyllir okkur, sem aðeins er hægt að upplifa í andartakinu. (Aðgangur í laugardagstíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).

Kennari: Rakel Sigurðardóttir

Verð: 18.900 kr.

Skráning og frekari uppýsingar: rakelsig70@gmail.com

 

Hatha yoga og djúpslökun á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:25-17:25   

Skráning hafin. 6 vikna námskeið: 2. október – 8. nóvember

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem eru lengra komnir. Unnið er að alhliða styrkingu líkamans, djúpri öndun, aukinni einbeitingu, jafnvægi og leiðleika, aukinni hugaró, losun spennu og streitu. Farið er ítarlega í Hatha jógastöður (Asana) og öndun (Pranayama) og er jógastöðunum raðað saman í jógaflæði þar sem öndunin leiðir hreyfingarnar. Í lok hvers tíma er djúpslökun (Yoga Nidra) þar sem iðkandinn er leiddur inn í djúpa kyrrð og hvíld, lærir að slaka á. 

Kennari: Jóhanna Björk Weisshappel

Verð: 20.000 kr. 

Þeir sem halda áfram fá 15% afslátt af næsta námskeiði. 

Námskeiðinu fylgir aðgangur í laugardagstíma og Gong slökun á fimmtudagskvöldum.

Skráning og frekari upplýsingar:  johannabjorkw@gmail.com og í síma 895 8433   

 

Hreint fæði og yoga á mánudögum og miðvikudögum kl.19:55-21:10


Skráning hafin. 4 vikna námskeið. Fyrsta námskeiðið hefst 21. ágúst.

Námskeið þar sem þú lærir að temja þér lífstíl með hreinu fæði og yogaástundun. Matarplan fyrir hvern dag , uppskriftir, fræðsla, fyrirlestrar og Yoga.

Kennari: Regína Kristjánsdóttir

Fyrir byrjendur sem lengra komna.

Verð 24.900 kr. (Aðgangur í laugardagstíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).

Skráning og frekari upplýsingar: reginakristjansdottir@gmail.com og í síma 661 0590.

 

Jóga gegn streitu á þriðjudögum og fimmtudögum kl.18.50 - 20.00

 

Viltu meira jafnvægi inn í líf þitt, fá innri frið og ró, vellíðan og tækifæri til að vera í núinu. Streita er andlegt og líkamlegt ástand sem myndast við allskonar álag og áreiti og getur birst í mismundandi myndum. Streita er einn helsti orsakavaldur margra sjúkdóma. Notast verður við æfingar úr Kundalini Jóga og Jóga Nidra. Í Kundalini Jóga erum við að styrkja taugakerfið, ofnæmiskerfið, auka liðleika og koma jafnvægi á líkama, huga og sál. Í Jóga Nidra stuðlar þú að auknu jafnvægi, bættum svefni, minnkar streitu og kvíða.

Kennari: Edith Gunnars

Verð 16.900 kr

4 vikna námskeið kennt 2*viku
Skráning og frekari upplýsingar: edith.gunnarsdottir@gmail.com eða í síma 615 4700

 

 

Mjúkt yoga og Yoga Nidra á föstudögum kl. 16:30 – 17:30

Blanda af mjúkum teygjum og dásamlegri slökun, iðkandinn kemur endurnærður tilbaka og finnur streituna fjarlægjast. Frábært að enda vikuna á þessum tíma sem hentar flestum. Enga grunn í yoga þarf til að geta mætt inn í þessa tíma.

Kennari: Rósa Traustadóttir.

Námskeiðið kostar kr. 9.000 kr., einnig er hægt að mæta í staka tíma kr. 2.500 kr. eða kaupa 5 tíma klippikort á 9.500 kr. (Aðgangur í laugardagstíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).

Skráning og frekari upplýsingar: jogastodin@gmail.com og í síma 8982295

 

Raja yoga á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum kl. 6:30-7:45

Eflir, styrkir, hreinsar, gefur jafnvægi og hugarró.

Unnið er með stöðurnar og farið dýpra með áherslu á líkamsvitund, öndun og athygli. Leitt er inná við ásamt góðri slökun í lokin. Markmiðið er að nemendur öðlist meira öryggi í sinni ástundun ásamt því að styrkja bæði líkama og sál. Jógastöður, öndun, hugarró, slökun og vellíðan

Kennari: Rakel Sigurðardóttir

Verð 21.900 kr.

Skráning og frekari uppýsingar: rakelsig70@gmail.com

 

Stoð og styrkur - fyrir stoðkerfið, annars vegar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:35-18:35 og hins vegar þriðjudaga og fimmtudaga kl. 9:00-10:00

Skráning hafin. 4 vikna námskeið. Fyrsta námskeiðið hefst 22. ágúst.

Rólegar æfingar í volgum sal þar sem unnið er með létt lóð og æfingateygjur. Blanda af styrktaræfingum og yoga. 
Lögð er áheyrslu á djúpvöðva og miðju líkamans. 
Slökun í lok tíma. Tímar sem henta öllum sem vilja styrkja og móta líkamann og tímar sem eru sérstaklega góðir fyrir gigt og stoðkerfi.

Kennari: Regína Kristjánsdóttir

Verð:16.900 kr. (Aðgangur í laugardagstíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).
Skráning og frekari upplýsingar: reginakristjansdottir@gmail.com og í síma 661 0590

 

Yogaflæði (kröftugt) á þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:25 - 17:25

 

Skráning hafin. 6 vikna námskeið. Fyrsta námskeiðið hefst 21.ágúst og er til 28.september .

Á námskeiðinu, yogaflæði, er unnið með styrk, jafnvægi, liðleika og þol. Andleg og líkamleg hreinsun - unnið er með hefðbundnar Hathayogastöður (asana) og öndunn (pranayama). Kennari leiðir iðkendur inn í hverja yogastöðu á öruggan hátt. Í hverjum tíma er gerð hugleiðsla (meditation). Allir tímarnir enda á slökun.
Hentar báðum kynjum og byrjendum sem lengra komnum.
Kennt í volgum sal.

Kennari: Hildur Gylfadóttir

Verð: 20.000 kr (Aðgangur í laugardagstíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).

Skráning og frekari upplýsingar: lunayogaiceland@gmail.com og í síma 663 2068
Facebook: Lunayoga, jóga fyrir konur.


Yoga námskeið fyrir 50+ 60+ konur á mánudögum og miðvikudögum kl.18:45-19:45

Skráning hafin. 6 vikna námskeið. Fyrsta námskeiðið hefst 14. ágúst. Takmarkaður fjöldi.

Viltu efla líföndun og einbeitingu ?
Viltu styrkja líkama og sál ?
Viltu útrýma spennu og streitu ?
Vertu þá með !
Það er aldrei of seint að byrja

Kennari: Linda Líf.

Verð 16.000 (Aðgangur í laugardagstíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).

Skráning og frekari upplýsingar: yogablom@gmail.com og í síma 777  9728

Anda - Finna - Sleppa - Slaka - Njóta

 

Yoga nidra djúpslökun á miðvikudögum og föstudögum kl. 12:10-12:55

Skráning hafin. Hvert námskeið er 6 vikur. 

Námskeið 1: 23. ágúst – 29. september

Námskeið 2: 4. október – 10. nóvember

Námskeið 3: 15. nóvember – 22. desember

Yoga nidra eða jógískur svefn er leidd djúpslökun þar sem iðkandinn liggur á dýnu, undir teppi, og er leiddur inn í djúpa kyrrð og hvíld. Iðkandinn lærir að slaka á vöðvum líkamans og að kyrra hugann á meðan meðvitundin er vakandi. Yoga nidra er áhrifarík leið til að vinda ofan af streitu og spennu, og getur m.a. minnkað kvíða, bætt svefn, umbreytt neikvæðum hugsanamynstrum og aukið andlegt jafnvægi. Talið er að 30 mínútur í yoga nidra geti verið á við 4 tíma svefn.

Kennarar: Hrönn Baldursdóttir og Jóhanna Björk Weisshappel

Verð: 14.400 kr (Aðgangur í laugardagstíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).

Skráning og frekari upplýsingar: hronn@thinleid.is og í síma 899 8588 eða johannabjorkw@gmail.com og í síma 895 8433

 

YOGA NIDRA (DJÚPSLÖKUN) NÁMSKEIÐ - 1*viku 4 vikna námskeið

4 vikna námskeið í Yoga Nidra (djúpslökun)...
Námskeiðið er einu sinni í viku í Yogasmiðjunni.
Kennt á þriðjudögum frá 20:10-21:25
Nýtt námskeiðið hefst 5.september (4 skipti).
Farið verður í asanas (jógastöður) í u.þ.b 30-40 mínútur og langa hugleiðslu í lokin.

Frítt í opinn yogatíma Yogasmiiðjunnar á laugardögum og Gong-slökun á fimmtudögum meðan á námskeiðinu stendur.

Yoga Nidra er ævaforn hugleiðsluaðferð sem hefur notið vaxandi vinsælda í hinum vestræna heimi á liðnum árum. Aðferðin getur hjálpað við að losa um streitu og spennu sem fylgir auknu álagi, hraða og annríki nútímamannsins. Í Yoga Nidra er leitt í djúpt slökunarástand þar sem líkamanum og huganum gefst tækifæri að heila sig, losað um verki, streitu, kvíða og órólegar hugsanir.
Yoga Nidra hentar öllum - þeim sem hafa aldrei farið í yoga og einnig þeim sem stunda yoga reglulega.

Kennari: Steinunn Kristín, yoga nidra kennari
Skráning og frekari uppl: synergysteinunn@gmail.com
Verð: 11.000 kr.

Staðsetning

Yogasmiðjan

Spönginni 37

112 Reykjavík

S: 695-1598
S: 663-2068

 

Kort

facebook