Námskeið í nóvember og desember: 

 

Innri sátt - Kundalini jóga

mánudögum og miðvikudögum kl. 17.35 – 18.35

13. nóvember – 20. desember

Á námskeiðinu verða gerðar kriyur og hugleiðslur sem efla með okkur sátt með það liðna og sátt með það sem er. Njótum þess við upphaf og fyrri hluta skammdegis að kyrra hugann, líta inn á við, upplifa og njóta kyrrðar augnabliksins og lokahluta ársins.

Kennari: Hrönn Baldursdóttir. Verð hvers námskeiðs er 18.000 kr.

Skráning á netfangið hronn@thinleid.is og sími 899 8588 

 
Hatha yoga og djúpslökun
mánudögum og miðvikudögum kl. 16:25 - 17:25
 
6 vikna námskeið, 13. nóvember – 20. desemberKennari: Jóhanna Björk Weisshappel

Unnið er að alhliða styrkingu líkamans, djúpri öndun, aukinni einbeitingu, samhæfingu huga og líkama, jafnvægi og leiðleika. Farið er ítarlega í Hatha jógastöður (Asana) og öndun (Pranayama) og er jógastöðunum raðað saman í jógaflæði þar sem öndunin leiðir hreyfingarnar. Í lok hvers tíma er djúpslökun (Yoga Nidra) þar sem iðkandinn er leiddur inn í djúpa kyrrð og hvíld, lærir að slaka á, róa hugann og losa spennu og streitu. 

Verð: 20.000 kr. (Þeir sem halda áfram fá 15% afslátt af næsta námskeiði). 

Námskeiðinu fylgir aðgangur í laugardagstíma og Gong slökun á fimmtudagskvöldum.

Skráning og frekari upplýsingar:  johannabjorkw@gmail.com og í síma 895 8433   

 

Hreint fæði og yoga

mánudögum og miðvikudögum kl.19:55-21:10

 

4 vikna námskeið - Kennari: Regína Kristjánsdóttir

Námskeið þar sem þú lærir að temja þér lífstíl með hreinu fæði og yogaástundun. Matarplan fyrir hvern dag , uppskriftir, fræðsla, fyrirlestrar og Yoga.

Fyrir byrjendur sem lengra komna.

Verð 24.900 kr. (Aðgangur í laugardagstíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).

Skráning og frekari upplýsingar: reginakristjansdottir@gmail.com og í síma 661 0590.

 

Raja yoga á mánudögum

miðvikudögum og föstudögum kl. 6:30-7:45

 

5 vikna námskeið - Kennari: Rakel Sigurðardóttir

Eflir, styrkir, hreinsar, gefur jafnvægi og hugarró.

Unnið er með stöðurnar og farið dýpra með áherslu á líkamsvitund, öndun og athygli. Leitt er inná við ásamt góðri slökun í lokin. Markmiðið er að nemendur öðlist meira öryggi í sinni ástundun ásamt því að styrkja bæði líkama og sál. Jógastöður, öndun, hugarró, slökun og vellíðan

Verð 21.900 kr.

Skráning og frekari uppýsingar: rakelsig70@gmail.com

 

Stoð og styrkur - fyrir stoðkerfið

þriðjudaga og fimmtudaga kl. 17:35-18:35

mánudaga og miðvikudaga kl. 9:00-10:00

 

4 vikna námskeið - Kennari: Regína Kristjánsdóttir

Rólegar æfingar í volgum sal þar sem unnið er með létt lóð og æfingateygjur. Blanda af styrktaræfingum og yoga. 
Lögð er áheyrslu á djúpvöðva og miðju líkamans. 
Slökun í lok tíma. Tímar sem henta öllum sem vilja styrkja og móta líkamann og tímar sem eru sérstaklega góðir fyrir gigt og stoðkerfi.

 

Verð:16.900 kr. (Aðgangur í laugardagstíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).
Skráning og frekari upplýsingar: reginakristjansdottir@gmail.com og í síma 661 0590

 

Yogaflæði

þriðjudögum og fimmtudögum kl. 16:25 - 17:25

 

6 vikna námskeið - Kennari: Hildur Gylfadóttir

Á námskeiðinu, yogaflæði, er unnið með styrk, jafnvægi, liðleika og þol. Andleg og líkamleg hreinsun - unnið er með hefðbundnar Hathayogastöður (asana) og öndunn (pranayama). Kennari leiðir iðkendur inn í hverja yogastöðu á öruggan hátt. Í hverjum tíma er gerð hugleiðsla (meditation). Allir tímarnir enda á slökun.
Hentar báðum kynjum og byrjendum sem lengra komnum.
Kennt í volgum sal.

 

Verð: 20.000 kr. (Aðgangur í laugardagstíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).

10 skipta klippikort: 19.700,- kr (Gildir í 3 mánuði).

 

Skráning og frekari upplýsingar: lunayogaiceland@gmail.com og í síma 663 2068
Facebook: Lunayoga, jóga fyrir konur.

 

Jóga fyrir unglinga, 13 - 16 ára 

Miðvikudagar kl. 15.15 – 16.15

3 vikna námskeið, 6. – 20. desember 2017.  Kennari: Hrönn Baldursdóttir

Jógateygjur – Öndunaræfingar – Djúpslökun – Hugleiðsla  

Stutt jóganámskeið í desember fyrir unglinga 13 - 16 ára. Frábært er að upplifa innri kyrrð með því að iðka jóga á stystu dögum ársins.    Gerðar verða einfaldar jógastöður, öndunaræfingar og farið í slökun og hugleiðslu.

Tímarnir henta bæði byrjendum og þeim sem hafa prófað jóga áður. Dýnur, teppi og púðar eru á staðnum og koma í þægilegum fötum sem þrengja ekki að. 

Verð 4.300 kr. Skráning og upplýsingar hjá Hrönn í síma 899 8588 eða hronn@thinleid.is  

 

Yoga námskeið fyrir 50+ 60+ konur

mánudögum og miðvikudögum kl.18:45 - 19:45

 

6 vikna námskeið - Kennari: Linda Líf.

Viltu efla líföndun og einbeitingu ?
Viltu styrkja líkama og sál ?
Viltu útrýma spennu og streitu ?
Vertu þá með !
Það er aldrei of seint að byrja

 

Verð 16.000 (Aðgangur í laugardagstíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).

Skráning og frekari upplýsingar: yogablom@gmail.com og í síma 777  9728

Anda - Finna - Sleppa - Slaka - Njóta

 

Yoga gegn kvíða og streitu

þriðjudögum og fimmtudögum kl 18.50- 19.50

5 vikna námskeið hefst 14. nóvember - Kennarar: Regína Kristjánsdóttir og Andrea Margeirsdóttir

Ertu föst/fastur í daglegri streitu ? Ertu að upplifa mikinn kvíða sem hamlar daglegu lífi þínu ? Viltu læra leiðir til að bæta andlega líðan? Viltu kynnast yoga og hugleiðslu sem leið til að bæta andlega og líkamlega líðan þína ?

Hver tími á þessu 5 vikna námskeiði er byggður upp á mjúkum yogaæfingum fyrir taugakerfið og langri djúpslökun í lok hvers tíma. Markmið námskeiðisins er að þú öðlist betri líðan og meiri innri ró - um leið og þú styrkir líkamann með góðum teygjum og yogaæfingum. Fb hópur með fræðslu fyrir þá sem eru skráðir á námskeiðið

Námskeiðið hentar öllum sem vilja öðlast betri andlega og líkamlega líðan! Lokaður facebook hópur með fræðslu.

Verð 21.000,- (Aðgangur í laugardagstíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur).

Skráning og frekari upplýsingar: margeirsdottir@gmail.com og reginakristjansdottir@gmail.com

 

Námskeið í janúar og febrúar: 

Byrjendajóga og djúpslökun
mánudögum og miðvikudögum kl. 16:25 - 17:25
 
4 vikna námskeið, 8. - 31. janúar - Kennari: Jóhanna Björk Weisshappel

Námskeiðið er ætlað byrjendum og þeim sem hafa litla reynslu af yoga. Kenndar eru grunn Hatha jógastöður og jógaöndun. Jógastöðunum er síðan raðað saman í yogaflæði sem fer fram í takt við jógaöndun. Einnig eru kenndar ýmsar jógaæfingar til upphitunar og til að auka liðleika. Í lok hvers tíma er djúpslökun (Yoga Nidra) þar sem iðkandinn er leiddur inn í djúpa kyrrð og hvíld, lærir að slaka á, róa hugann og losa spennu og streitu.

Verð: 16.900 kr.

Námskeiðinu fylgir aðgangur í laugardagstíma og Gong slökun á fimmtudagskvöldum.

Skráning og frekari upplýsingar:  johannabjorkw@gmail.com og í síma 895 8433 

 

Kundalini jóga - Nýtt upphaf

mánudögum og miðvikudögum kl. 20.00 – 21.10 

4 vikna námskeið - kennari: Hrönn Baldursdóttir.

Kundalini jóga er öflugt og hraðvirkt og henntar fyrir fjölskyldufólk í nútíma samfélagi. Með kundalini jóga áttum okkur betur á möguleikum okkar og innri styrk. Með því getum við náð stjórn á orkunni sem býr í okkur, aukið innsæi og vitund og verðum betri í að takast á við hraða og breytingar nútímans.

Ávinningurinn af kriyunum (æfingalotunum) og hugleiðslunum sem gerðar verða á námskeiðinu verður aukin orka og sköpunarkraftur þannig að við getum skapað það líf sem við kjósum, nýtt möguleikana til hins ýtrasta og framfylgt áætlunum og köllun af enn meiri krafti.

Dagsetning: 8. - 31. janúar. Námskeið í kundalinijóga verða á sama tíma frá janúar og út maí.

Verð: 15.000 mánuðurinn, afsláttur ef keyptir eru fleiri mánuðir saman. 

Skráning og upplýsingar á netfangið hronn@thinleid.is og sími 899 8588.

 

Jóga fyrir unglinga, 13 - 16 ára
laugardögum kl. 11.45 – 12.45 

Stakir mánuðir / 10 tíma klippikort – Kennari: Hrönn Baldursdóttir og fleiri.

Gerðar verða fjölbreyttar jógastöður, öndunaræfingar, slökun og hugleiðsla. Tímarnir henta bæði byrjendum og þeim sem hafa prófað jóga áður. Það þarf ekki að vera liðug/ur til að stunda jóga. Dýnur, teppi og púðar eru á staðnum og þarf bara að koma í þægilegum fötum sem þrengja ekki að.

Dagsetning: hefst 6. janúar og kennt til 26. maí (ekki kennt 31. mars).

Verð: einn mánuður (4 skipti) 7.500 kr. Tíu tíma klippikort kostar 15.000 kr. og gildir janúar til maí 2018. (Hægt að skoða afslátt ef verð er hindrun).

Skráning: hjá Hrönn í síma 899 8588 eða hronn@thinleid.is   

 

Gönguhugleiðsla (úti)

3 vikna námskeið - kennari: Hrönn Baldursdóttir.

Gönguhugleiðsla er einföld og mjög árangursrík. Öndun og ganga eru grundvallarathafnir okkar tilveru. Í gönguhugleiðslu eru þessar athafnir tengdar saman á markvissan og meðvitaðan hátt auk þess að stjórna hvert við beinum athyglinni.

Dagsetning: 15. - 29. janúar (3 skipti). Mánudagar kl. 13 - 14 hjá Yogasmiðjunni í Spöng

Verð: 4.500 

Skráning og upplýsingar á netfangið hronn@thinleid.is og sími 899 8588

Staðsetning

Yogasmiðjan

Spönginni 37

112 Reykjavík

S: 695-1598
S: 663-2068

 

Kort

facebook