Námskeið haust 2019


Hugleiðslu, shaman og hlóðheilunarnámskeið.

Miðvikdaga kl 20.10 - 21.30

 

4.vikna námskeið (hver tími 90 mín),7.ágúst - 28.ágúst  Kennari: Linda Mjöll.

Linda notar notar þær aðferðir sem hún notar í sínu lífi til að komast úr myrkri yfir í ljós, ótta í skilyrðislausa ást og færast hærra í vitund og þroska eftir hvert verkefni og finna fegurðina og vellíðan í lífinu.

Verð: 15.000 kr.

Námskeiðinu fylgir aðgangur í opna tíma. 

Skráning og frekari upplýsingar: linda@mohawks.is og síma 616-6789.

 


YOGA Í HLÝJUM SAL.
NÁMSKEIÐ 4.VIKUR.
HEFST 13.ágúst


Námskeið sem byggist á kröftugum yogastöðum/flæði í hlýjum sal sem hafa það að markmiði að styrkja líkamann, auka brennslu, auka jafnvægi og liðleika, hreyfa við innra líffærakerfinu, auka blóðflæði, styrkja sogæðakerfi og taugakerfi. Góð slökun í lok tíma
.
Styrkur -brennsla - jafnvægi- öndun - liðleiki og slökun
Hentar byrjendum og lengra komnum, konum og körlum
Tímar þriðjudaga og fimmtudaga kl 18.45- 19.45
Regína Kristjánsdóttir kennir
Verð 4 vikur 17.900
Aðgangur í opna tíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiði stendur.
Skráning og uppl reginakristjansdottir@gmail.com eða S: 6610590
Regína Kristjánsdóttir hefur lokið 800 tíma Yogakennaranámi og 40 tíma Yoga nidra námi frá Yogakennaraskóla Kristbjargar Kristmundsdóttur og Ashotush Muni bæði hér á landi og í Bandaríkjunum ásamt 1. stigi í Yogaþerapíu. Hún hefur yfir 20 ára reynslu sem heilsuráðgjafi, hópkennari og einkaþjálfari og hefur sótt fjölda námskeiða því tengdu
 

 

Raja Yoga

Mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 6:30 - 7:45

 

5 vikna námskeið hefst 26.ágúst. Kennari: Rakel Sigurðardóttir.

Jógastöður, öndun, hugarró, slökun og vellíðan. Unnið er út frá grunnstöðum Yoga sútrum Patanjalis~Ashtanga: Yamas og Niyamas~ytri og innri samskipti, Hatha asanas~ jógastöðurnar, Pranayama~öndun, Pratyahara~athygli, Dharana~ fókus, Dhyana~hugleiðsla, þar sem leitt er inná við ásamt góðri slökun í lokin. Markmiðið er að nemendur öðlist meira öryggi í sinni ástundun ásamt því að styrkja bæði líkama og sál

Lokuð námskeið, takmarkaður fjöldi.

Verð: 22.900 kr.

Námskeiðinu fylgir aðgangur í alla opna tíma.
Skráning og frekari upplýsingar: rakelsig70@gmail.com

 

Stoð og Styrkur fyrir stoðkerfið

* Þriðjudaga og fimmtudaga kl 16.25- 17.25 eða

* Þriðjudaga og fimmtudaga kl 17.35 - 18.35

 

4 vikna námskeið hefst 13.ágúst

Kennari: Regína Kristjánsdóttir

Brennsla - Styrking - Liðleiki - Slökun.
Æfingar í hlýjum sal þar sem unnið er með létt handlóð, æfingateygjur og eigin líkamsþyngd. Áheyrsla lögð á miðju líkamans.
Blanda af  hefðbundnum styrktaræfingum, Yoga og Pilates
Slökun í lok tíma.
Góðir tímar fyrir alla sem vilja styrkja og móta líkamann og sérstaklega góðir fyrir þá sem eru með GIGT eða STOÐKERFISVANDAMÁL.
Jafnt fyrir byrjendur sem lengra komna.

Verð: 17.900 kr.

Námskeiðinu fylgir aðgangur í alla opna tíma.
Skráning og upplýsingar reginakristjansdottir@gmail.com og S. 6610590

 

Kundalinijóga 

Mánudaga og miðvikudaga kl 16.25 - 17.25

4 vikna námskeið (8 skipti), 7. janúar 2019. Kennari: Hrönn Baldursdóttir.

Gerðar verða kriyur (æfingalotur) og hugleiðslur sem auka orkuflæði og innra jafnvægi. Unnið er með allar orkustöðvarnar til að auka orkuflæðið en það leggur grunn að vellíðan og styrk. Auk þess eru gerðar kriyur sem auka jarðtengingu og ákveðni svo þú getir framfylgt markmiðum þínum af enn meiri krafti.

Kundalini jóga er öflugt og hraðvirkt og hentar fyrir fólk í nútíma samfélagi. Með því getum við náð stjórn á orkunni sem býr í okkur, aukið innsæi og vitund og verðum betri í að takast á við hraða og breytingar nútímans. Gerðar eru ýmsar öndunaræfingar samhliða æfingum, notum mudrur, möntrur og lása til að beina orkunni í ákveðnar brautir til að fá þau áhrif sem stefnt er að. Góð slökun er alltaf í hverjum tíma.

Verð: 18.000 kr.

Námskeiðinu fylgir aðgangur í opna tíma. 

Skráning og frekari upplýsingar: Hrönn, hronn@thinleid.is og síma 899 8588.

 

 

Yoga gegn streitu og kvíða

Mánudaga og miðvikudaga kl 17.35- 18.35 

 

4 vikna námskeið hefst 12.ágúst 

Kennarar: Regína Kristjánsdóttir og Andrea Margeirsdóttir.

Ertu föst/fastur í daglegri streitu ? Ertu að upplifa mikla streitu eða kvíða sem hamlar daglegu lífi þínu ? Viltu læra leiðir til að bæta andlega líðan? Viltu kynnast yoga og hugleiðslu sem leið til að bæta andlega og líkamlega líðan þína ? Þá er þetta námskeið fyrir þig ! Kenndar verða yogaæfingar sem styrkja taugakerfið og bæta andlega og líkamlega líðan. Í lok hvers tíma er farið í leidda djúpslökun.

Á námskeiðum síðasta vetrar komust færri að en vildu ! Tryggðu þér pláss tímanlega.

Lokaður fb hópur með fræðslu.

Verð 17.900 kr

Námskeiðinu fylgir aðgangur í alla opna tíma.

Skráning og frekari upplýsingar: margeirsdottir@gmail.com og reginakristjansdottir@gmail.com

 

Yoga námskeið fyrir 50+ 60+ konur

mánudaga og miðvikudaga kl. 18:45 - 19:45

 

6 vikna námskeið hefst 12. ágúst.  Kennari: Regína Kristjánsdóttir.

Öndun, mjúkar yogaæfingar og teygjur, hugleiðsla og slökun.

Eflir líföndun
Styrkir líkama og sál 
Viðheldur liðleika 
Minnkar streitu og spennu.

ANDA - FINNA- SLEPPA - SLAKA- NJÓTA

Verð: 18.000 kr.

Námskeiðinu fylgir aðgangur í alla opna tíma.

Skráning og frekari upplýsingar: reginakristjansdottir@gmail.com og s: 6610590

 

Yogaflæði, styrkur ~ slökun ~ vellíðan

Þriðjudags- og fimmtudagsmorgna kl. 6:15-7:15


4 vikna námskeið .

Kennari: Hildur Gylfadóttir

🙏 Morgunstund gefur gull í mund ☺

Endurnærandi yogatímar þar sem unnið er með styrk, jafnvægi og liðleika. Farið er í yogastöður sem styrkja stoðvefi líkamans og hjálpa til, við að viðhalda rakaflæði í liðamótum. Allir tímarnir enda á slökun.
Hentar byrjendum sem og lengra komnum, körlum og konum.
Aðgangur í opna tíma Yogasmiðjunnar meðan á námskeiðinu stendur.

Verð: 18.000,- kr.
Skráning og nánari upplýsingar í síma 6632068 eða senda póst á netfang: lunayogaiceland@gmail.com 
Verið velkomin í prufutíma.

Staðsetning

Yogasmiðjan

Spönginni 37

112 Reykjavík

S: 680-2709

 

Kort

facebook