Andrea Margeirsdóttir

Andrea er eigandi Yogasmiðjunnar. Hún er með B.A gráðu Sálfræði​, Félagsráðgjafi, Yogakennari, Yoga nidra kennari og heilari.  Andrea útskrifaðist úr yogakennaranámi úr Yogaskóla Kristjbjargar 2014. Hún stofnaði Yogasmiðjuna 2014. Yoga og andleg uppbygging líkama og sálar er henni sérstaklega hugleikið. 

 Netfang: margeirsdottir@gmail.com 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Anna Lind Fells Snorradóttir

Anna Lind er lærð Hatha jógakennari frá Samma Karuna Awakening & Healing school í Tælandi. Hún  kynntist jóga og fór að stunda það reglulega árið 2011 og líf hennar tók allt aðra stefnu. Anna Lind er  lærður einkaþjálfari og telur það mjög mikilvægt að styrkja líkamann, sérstaklega fyrir fólk á miðjum aldri og eldra. Síðastliðin 4 ár hefur hún heillast mikið að hollu mataræði, aðallega plöntufæði, og er hún núna nemi í heilsumarkþjálfun hjá Institute for Integrative Nutrition Health Coach í New York. Hún hefur sótt ýmis jóganámskeið, 5 daga hráfæðisnámskeið, fyrirlestra um heilsu ásamt því að stunda og farið á námskeið í kuldaþjálfun þar sem hún trúir því að ísböð geti haft frábær áhrif á líkamann. Anna Lind býður uppá fjarþjálfun og ýmis heilsuráð ásamt hollum uppskriftum á heimasíðu sinni www.likamiogheilsa.is.

Netfang: annafells@uglan.is  
Sími: 6591662

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hildur Gylfadóttir er grafískur hönnuður og grunnskólakennari, smíðakennari. Hún hefur stundað yoga síðan 1999, tók kennararéttindi í Hathayoga árið 2003 og Kundalini yoga 2010.

Hildur hefur kennt yoga síðan 2004, bæði sjálfstætt starfandi ("Lunayoga, jóga fyrir konur") og hjá ýmsum yoga- og heilsuræktarstöðvum. Hún er ein af fimm eigendum Yogasmiðjunnar.

2017 1. & 2. stig Heilun hjá Páli Erlendssini, reikimeistara og Ayurveda Lífstíls ráðgjafa frá American Institute of Vedic studies 2015 1. stig Thai Yoga Bodywork Massage ~ Shantaya Yoga ~ Jonas Westring 2010 Kundalini yoga kennararéttindi frá Karam Kriya School, kennt hjá Auði Bjarna, Lotussetrinu 2003 Yoga kennararéttindi / 200-hour  Yoga Alliance Registered School (RYS 200) 2001 Bodytherapy- and yoga hjá City yoga í Graz , Austurríki.

Netfang: lunayogaiceland@gmail.com

Sími: 663-2068

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hrönn Baldursdóttir er jógakennari, gönguleiðsögumaður og náms- og starfsráðgjafi. Hún lauk Hatha yogakennaranámi árið 2005 frá Jógastúdíói Ásmundar Gunnlaugssonar, 240 tíma Kundalini yogakennarnámi eftir forskrift Yogi Bhajan árið 2015 og Yoga Nidra kennaranámi árið 2016 frá Amrit Institude. Hrönn hefur að mestu kennt jóga utandyra síðustu ár og rekur fyrirtækið Þín Leið sem sérhæfir sig í jógagöngum og ráðgjafarþjónustu og býður upp á jógagöngur, gönguhugleiðslu, einstaklingsviðtöl og námskeið um starfsferilinn og starfsþróun. 

Netfang: hronn@thinleid.is    Heimasíða: www.thinleid.is 

Sími: 899-8588

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jóhanna Björk Weisshappel er jógakennari og líffræðingur. Hún lauk 240 tíma Hatha yoga kennaranámi árið 2015 hjá Ástu Arnardóttur í Yogavin og Yoga Nidra kennaranámi árið 2016 hjá Kamini Desai frá Amrit Institude. Jóhanna hefur kennt yoga frá því í byrjun árs 2016 í Yogasmiðjunni og sem afleysingakennari á fleiri stöðum. Auk þess hefur hún starfað á sviði umhverfismála og náttúrufræði í yfir 20 ár. 

Netfang: johannabjorkw@gmail.com     Heimasíða: https://jogamedjohonnubjorkweisshappel.com/

Sími895-8433

 

 

 

 

 

 

 

 

Linda Mjöll Kemp Magnúsdóttir er jógakennari og Sat Nam Rasayan heilari. Hún lauk 240 tíma Kundalini yogakennaranámi árið 2014 hjá Guðrúnu Arnalds. Hún er Reikimeistari og kennir reikiheilun. Linda lærði að spila á gong hjá Siri Gopal. Auk þess er hún vígð til að gefa einingablessun frá Annette Carlström og hefur lokið fjögurra ára námi í Ljósheimaskólanum. Linda hefur kennt jóga i Baðhúsinu, Yogasmiðjunni, Ljósheimum, Andartaki og hjá Hjallastefnunni. 

Netfang: linda@mohawks.is

 

 

 

 

 

 

 

Rakel Sigurðardóttir er jógakennari. Hún lauk 240 tíma jógakennarámi árið 2016 og lýkur 560 tíma námi um áramót 2017/2018 í Jóga & blómadropaskóla Kristbjargar. Auk þess hefur hún sótt ýmis námskeið í jóga og hugleiðslu gegnum árin. Rakel hefur kennt Raja yoga (Ashtanga) frá árinu 2016 í Yogasmiðjunni. Hún er með BA í ensku og þýðingarfræði, MA í bókmenntum, menningu og miðlun, ensku frá HÍ. Með jógakennslunni vinnur hún á bókasafni og er sjálfstætt starfandi þýðandi.

Netfang: rakelsig70@gmail.com

 

 

 

 

 

 

 

 

Regína Kristjánsdóttir er eigandi Yogasmiðjunnar  jógakennari og jógaþerapisti, heilsuráðgjafi og hóp/einkaþjáfari. Hún hefur lokið alls 800 tíma Yogakennaranámi, Yoga Nidra námi ásamt yogaþerapíu frá Jógakennaraskóla Kristbjargar og Ashostush Muni hér á landi og Bandaríkjunum. Regína hefur yfir 20 ára reynslu í likamsræktarþjálfun og heilsuráðgjöf ásamt ótal námskeiða tengt heilsu og ráðgjöf.

Netfang: reginakristjansdottir@gmail.com

Sími: 661-0590

Staðsetning

Yogasmiðjan

Spönginni 37

112 Reykjavík

S: 680-2709

 

Kort

facebook