Yogasmiðjan er heildræn miðstöð þar sem boðið er upp á heislurækt fyrir líkama og sál og alls kyns meðferðir í notalegu andrúmslofti.

 

Í Yogasmiðjunni er boðið uppá námskeið sem hafa það að markmiðið að bæta líkamlega og andlega vellíðan þína. Jóganámskeið sem í boðið eru: Hatha yoga, Raja yoga,, mjúkt yoga, Yoga Nidra, Yoga gegn streitu og kvíða, Djúpslökun ,Yogaflæði, Hlýtt yoga  Gongslökun, opnir tímar, yoga fyrir allan aldur, styrkjandi og slakandi yoga. Einnig er boðið uppá Stoð og styrk fyrir stoðkerfið sem er blanda af hefðbundnum styrktaræfingum, yoga og pilates. Námskeið í hreinu fæði og f.l.

 

Í Yogasmiðjunni eru auk þess reynslumiklir meðferðaraðilar með aðstöðu. Þú getur pantað þér tíma í nudd, kínverskar lækningar/nálastungur, meðgöngunudd, Ayuerveda slökunarnudd, svæðanudd, regndropameðferð, yogaþerapíu, heilsuráðgjöf, reiki, höfuðbeina-og spjaldhryggjajöfnun, heilun, Bowen, miðlun,dáleiðslu o.fl

 

Yogasmiðjan var  stofnuð í janúar 2014 af Andreu Margeirsdóttur. Í dag er Yogasmiðjan rekin af Andreu, og Regínu Kristjánsdóttur. Yogasmiðjan er notaleg og persónuleg yogastöð - áður staðstett í Kópavogi en opnaði á nýjum stað og í enn betra húsnæði í ágúst 2016. Yogasmiðjan er nú staðsett í Spönginni 37, Grafarvogi.

 

​​yogasmidjan@yogasmidjan.is

​Sími: 680-2708

Markmið okkar er að þú getir lagt rækt við líkamlega og andlega vellíðan þína hjá okkur í notalegu og persónulegu umhverfi. 

Hjartanlega velkomin
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Staðsetning

Yogasmiðjan

Spönginni 37

112 Reykjavík

S: 680-2709

 

Kort

facebook