Instagram

Um okkur

Yogasmiðjan er heildræn miðstöð þar sem boðið er upp á heislurækt fyrir líkama og sál og alls kyns meðferðir í notalegu andrúmslofti.

 

Í Yogasmiðjunni er boðið uppá námskeið sem hafa það að markmiðið að bæta líkamlega og andlega vellíðan þína. Jóganámskeið sem í boðið eru: Hatha yoga, Raja yoga, Kundalini yoga, mjúkt yoga, Yoga Nidra, Yogaflæði, Gongslökun, opnir tímar, yoga fyrir allan aldur, styrkjandi og slakandi yoga.

 

Í Yogasmiðjunni eru auk þess reynslumiklir meðferðaraðilar með aðstöðu. Þú getur pantað þér tíma í nudd, kínverskar lækningar/nálastungur, meðgöngunudd, Ayuerveda slökunarnudd, svæðanudd, reiki, höfuðbeina-og spjaldhryggjajöfnun, heilun, Bowen, miðlun o.fl

 

Yogasmiðjan var  stofnuð í janúar 2014 af Andreu Margeirsdóttur. Í dag er Yogasmiðjan rekin af Andreu, Hildi Gylfadóttur, Jóhönnu Björk Wheisshapel og Regínu Kristjánsdóttur. Yogasmiðjan er notaleg og persónuleg yogastöð - áður staðstett í Kópavogi en opnaði á nýjum stað og í enn betra húsnæði í ágúst 2016. Yogasmiðjan er nú staðsett í Spönginni 37, Grafarvogi.

 

​​yogasmidjan@yogasmidjan.is

​Sími: 680-2708

Markmið okkar er að þú getir lagt rækt við líkamlega og andlega vellíðan þína hjá okkur í notalegu og persónulegu umhverfi. 

Hjartanlega velkomin
 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Staðsetning

Yogasmiðjan

Spönginni 37

112 Reykjavík

S: 680-2709

 

Kort

facebook